Fréttir - Innlendar fréttir

HK sótti þrjú stig í Neskaupstað

HK sótti Þrótt Fjarðabyggð heim í Neskaupstað þar sem heima konun byrjuðu leikinn betur með góðu spili náðu þær forustu í stöðunni 18-14. Sá munur náði HK ekki að vinna aftur upp og sigra Þróttur fyrstu hrinuna 25-22.

Önnur hrinan var nokkuð jöfn og áttu bæði lið góða spretti. HK náði þó góðum tökum á hrinuni í stöðunni 16-12 og var eftirleikurinn auðveldur fyrir gestina eftir það og sigraði HK hrinuna 25-15.

Bæði lið áttu frábæra kafla framan af í þriðju hrinu og stóðu leikar jafnir í stöðunni 16-16. Góð uppgjafapressa og flottar sóknir skilaði þá HK sigri 25-19.

Fjórða hrina var mjög spennandi lengi vel og sýndu bæði lið frábæra spilamensku. HK átti þá góða spretti sem gaf þeim forskot í stöðunni 18-12 sem þær létu svo aldrei af hendi. HK tók svo hrinuna 25-18 og þar með sóttu þær þrjú stig í Neskaupstað með 3-1 sigri.

Stigahæst í liði Þróttar var Lucia Martin Carrasco með 21 stig.

Stigahæst í liði HK var Líney Inga Guðmundsdóttir með 18 stig.