Sunnudaginn 21. apríl fékk Holte ASV Elite á heimavöll sinn þar sem að þriðji leikur í úrslitum um Danmarksmeistaratitilinn var spilaður. Holte var 2-0 yfir og ASV því með bakið upp við vegg og gat Holte tryggt sér titilinn með sigri.
Fyrir leikinn var tilkinnt leimenn í liði ársins og var Clara Windeleff frá Gentofte búin að fá verðlaunin sín fyrir að vera kanntur í liði ársins þegar að Gentofte kepti sinn seinasta leik gegn Brøndby. Þar fékk einnig hún Mette Breuning úr Brøndby verðlaun fyrir miðju í liði ársins. Lea Føns úr Ikast fékk verðlaun sín fyrir að vera frelsingi í liði ársins. Astrid Melmølle úr ASV var valinn sem kantur í liði ársins og einnig sem MVP vetrarins. Einnig var uppspilarinn úr ASV hún Caroline Krogh valinn í lið ársins. Úr liði Holte var Amalia Lachenmeier valin sem miðja í lið ársins, Emma Stevnsborg sem díó og Sven Erik Lauritsen þjálfari Holte valinn sem þjálfri ársins.
Mikil stemning var í höllinni og margir komnir að til þess að sjá á leikinn. Leikurinn byrjaði jafn og var fyrsta hrinan hníf jöfn þar sem að liðin skipust á því að skora. ASV hafði þó betur og lokaði hrinunni 23-25.
ASV komu sterkar inn í aðra hrinuna þar sem þær voru fljótar að koma sér í forystu 4-7 og 6-12. Holte voru í vandræðum með ASV og náðu ekki að halda í við þær. ASV sigruðu aðra hrinuna 21-25.
ASV voru í stuði og komu sterkar inn í þriðju hrinuna og leiddu 3-6 og 6-14. Þetta var ekki farið að líta vel út fyrir Holte þegar að ASV leiddu hrinuna 7-16 og 13-19. En þá snéru Holte hrinunni við og jöfnuðu ASV í 19-19. Eftir það var hrinan æsispennandi og leiddu ASV 21-23. Þá settu Holte konur í lás og lokuðu hrinunni 25-23.
Holte voru í gír og byrjuðu fjórðu hrinuna vel og leiddu 6-1. Holte voru í stuði og héldu áfram forystunni 15-9 og 20-15. Holte sigruðu hrinuna 25-20 og knúðu þar með fram oddahrinu.
Oddahrinan var jöfn en fengu Holte snúninginn í stöðunni 8-5. Holte sigruðu hrinuna 15-10 og þar með leikinn 3-2 og tryggðu sér Danmarksmeistaratitilinn.
Leikmenn leiksins voru þær Amalie Lachenmeir og Sara Ósk.