Erlendar fréttir

Holte með sannfærandi sigur gegn DHV

Síðastliðinn laugardag fékk Holte heimsókn frá DHV og unnu sannfærandi 3-0 sigur á heimavelli.

DHV byrjuðu leikinn af krafti og var fyrsta hrina jöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora. Um miðja hrinu komust DHV konur í 13-17 forystu en þá settu Holte í lás þegar að Sara Ósk fór í uppgjöf og náðu að koma sér 20-17 forystu. Heimakonur sigruðu hrinuna 25-19.

Holte konur komu með krafti inn í aðra hrinu og komu sér í 11-1 forystu. Eftir það áttu gestirnrir erfitt með að koma sér á strik og sigruðu heimakonur hrinuna 25-10.

Holte byrjuðu þriðju hrinuna í sama stíl og í annarri hrinu og komu sér í 11-1 forystu. Holte setti í lás og sigruðu hrinuna 25-6 og þar með leikinn 3-0.

Sara Ósk Stefánsdóttir var valin leikmaður leiksins en stigahæst í liði Holte var Emma Stevnsborg með 12 stig og í liði DHV var Agnes Melmølle með 9 stig.

Næsti leikur Holte er mánudaginn 13. nóvember á móti 1. deild Gentofte, en það er leikur í 16. liða úrslitum í bikarnum.