Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Gentofte með tvo sigra á fjórum dögum

Seinasta tímabil missti Gentofte marga mikilvæga leikmenn vegna meiðsla en liðið er hægt og rólega að ná sér á strik aftur, fyrirliði Gentofte er farin að geta spilað aftur eftir krossbandsslit og Elísabet er byrjuð aftur á fullu eftir slæm meiðsli í úlnliði þannig spennandi var að sjá hvernig myndi ganga.

Gentofte- Ikast: Á laugardaginn mætti Gentofte ungu og efnilegu liði frá Ikast. Bæði lið byrjuðu leikinn vel en Gentofte náði yfirhöndinni um miðja fyrstu hrinu og unnu 25-21. Önnur hrinu fór brösulega af stað hjá Gentofte og áttu þær erfitt með að vinna stigin sín. Ikast vann hrinuna 25-15. Þriðja og fjórða hrina voru mjög spennandi en Gentofte náði yfirhöndinni og lokuðu hrinunum 25-22 og 28-26 og unnu þar með leikinn 3-1.

Gentofte- Køge: Í kvöld vann Gentofte mjög sannfærandi sigur á Køge. Gentofte náði að hvíla byrjunaliðið sitt allan leikinn og fengu ungar og efnilegar stelpur að spreyta sig. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Gentofte.

Næsti leikur Gentofte er á mánudaginn 13.nóv þar sem fyrsti leikur í bikar verður spilaður á móti liði frá Amager í 16. liða útslitum.

Mynd: Flemming Patulski