Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Sant Joan enn ósigraðar á heimavelli

Jóna og félagar í Sant Joan tóku á móti liðinu Finestrat síðastliðin sunnudag. Sant Joan byrjaði leikinn afar sterkt og náðu strax upp góðri forystu með góðu spili og sóknarleik og voru mest alla hrinuna með 9 stiga forskot. Svo í stöðunni 19-11 náðu Finestrat að saxa á foskotið með góðri uppgjafa pressu sem reyndist Sant Joan erfið. Þær náðu að minnka muninn í 20-17 en Sant Joan tóku þá aftur við sér og kláruðu hrinuna 25-17.

Önnur hrina var örlítið meira spennandi en var Sant Joan þó alltaf skrefi á undan og þegar leið á hrinuna náðu þær að byggja upp fínt forskot. Sant Joan komust í stöðuna 19-13 þegar þær missa örlítið dapinn og fara að gera heldur mörg mistök og ná gestirnir að jafna leikinn 19-19. Sant Joan nær þó að vinna hrinuna 25-20.

Þriðja hrinan var aldrei í hættu. Sant Joan voru alltaf skrefi á undan líkt og í fystu tveimur en héldu það út alla hrinuna þó ekki endilega með gríðarlega miklum mun. þær vinna hrinuna 25-19 og vinna þar með leikinn 3-0 og eru þar með enn ósigraðar á heimavelli.

Næsti leikur hjá þeim er útileikur og er næstu helgi, dagana 11-12. nóvember, á Canary eyjum.