Erlendar fréttir - Fréttir - Okkar fólk úti

Ujpest tók á móti DVTK í Ungverskudeildini

Fyrsta hrinan var mjög spennandi framan af og áttu bæði lið flottar sóknir og varnir. Þegar dróg á hrinuna náðu heimakonur þó góðu taki á hrinuni með góðri uppgjafapressu og komst í 16-8. Þá tók DVTK leikhlé og reyndu að koma skipulagi aftur á sinn leik en allt kom fyrir ekki og Ujpest kláraði hrinuna 25-13.

Önnur hrina var í járnum þar sem Matthildur átti frábærar varnir og dreifði spilunu vel. Heimakonur komust þó yfir í stöðunni 15-12 og héldu þá áfram að pressa uppgjafir og sóknir gríðalega sem DVTK náði ekki að stoppa og endaði hrinan 25-16.

Í þriðju hrinu virtist allur vindur horfinn úr gestunum og náðu þær sér aldrei á strik sem Ujpest nýtti sér og komast í þægilega forustu 14-6. Heimakonur héldu áfram með þunga sókn og náðu að stoppa flestar sóknir gestana með góðri hávörn sem skilaði þeim sigri í þriðju hrinu 25-14.

Næsti leikur hjá DVTK er heimaleikur gegn Bekescsabai þann 11. nóvember kl 18:00 á íslenskum tíma og verður beint streymi frá leiknum hér https://youtube.com/@dvtkroplabda7829?si=Vwk9QdO9cmg1ucjb