Þriðjudaginn 15. október fengu Holte FC Kanti Schauffhausen á heimavöll sinn þar sem að seinni leikurinn á milli liðanna í Challenge Cup var leikinn. Holte þurftu á sigri að halda til þess að komast áfram í Challenge Cup.
Það mættu margir í höllina og var mikil stemning þegar leikurinn hófst. Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skiptust á því að skora. Um miðja hrinu gáfu FC Kanti Schauffhausen í og komu sér í 9-13 og 11-16 forystu. Holte börðust fyrir því að halda sér inni í hrinunni en FC Kanti Schauffhausen voru sterkari og sigruðu fyrstu hrinu 19-25.
Önnur hrina var jöfn en um miðja hrinu gáfu gestirnir í og leiddu leika 14-17. Holte konur gáfu í og náðu að jafna FC Kanti Schauffhausen í stöðunni 18-18. Undir lok hrinunnar gáfu Holte í og lokuðu hrinunni 25-21 og jöfnuðu þar með leikinn í 1-1.
FC Kanti Schauffhausen komu að krafti inn í þriðju hrinu og leiddu 1-7. Holte náðu hægt og rólega að minka muninn og var staðan orðin 10-13. Holte náðu ekki að halda í við FC Kanti Schauffhausen og gestirnir hrinunni 18-25.
Holte var komið með bakið upp við vegg og þurftu virkilega að taka sig saman til þess að eiga möguleikann á því að koma leiknum í gullhrinu. Fjórða hrina var hníf jöfn og æsispennandi þar sem að liðin skoruðu til skiptis alla hrinuna. Holte náðu 22-19 forystu en þá settu FC Kanti Schauffhausen í lás og tóku 6 stig gegn 1. og lokuðu hrinunni 23-25. FC Kanti Schauffhausen komust þar með áfram í Challenge Cup og er ævintýrið í keppninni hjá Holte búið að þessu sinni.
Leikmenn leiksins voru þær Sille Hansen og Helena Elbæk.
Næsti leikur Holte er laugardaginn 2. nóvember þar sem að þær fá þeirra helsta keppinaut í heimsókn, ASV Elite.