Innlendar fréttir

Hörkuleikur á Húsavík

Í gærkvöldi fór fram hörkuleikur í neðri kross Unbrokendeild kvenna á Húsavík.

Það voru konurnar frá Neskaupstað sem byrjuðu leikinn betur en þær komust strax yfir í 2-6. Völsungskonur voru hinsvegar ekki lengi að jafna í 8-8 og komust svo yfir í 12-10 og héldu því forskoti út hrinuna og unnu hana 25-19.

Líkt og í þeirri fyrstu byrjuðu Þróttarakonur betur og komust yfir 7-13. Heimakonur fengu svo 6 stig í röð og jöfnuðu í 13-13. Þróttarakonur voru svo alltaf einu skrefi á undan og unnu hrinuna 23-25.

Þróttarakonur héldu áfram að byrja hrinurnar betur og komust þær yfir í 6-12. Þær voru í miklu stuði og gékk ekki mikið upp á Völsungskonum. Þróttur hélt pressunni alla hrinuna og unnu hana 21-25 og því komnar yfir 2-1 í hrinum.

Það var þá í fyrsta skiptið í leiknum sem Völsungskonur byrjuðu hrinuna betur en þær ætluðu ekki að láta gestina fara heim með sigurinn og komust þær yfir 6-1. Þetta leit út fyrir að vera aðeins of mikið bil fyrir Þrótt en þær héldu sterkar áfram og náðu að komast í 12-11. Völsungur átti svo góða skorpu aftur og komust yfir 19-11 og gerði þá þjálfari Þrótts 3 skiptinar á liðinu. Það dugði ekki til og vann Völsungur örugglega 25-15.

Oddahrinan var spennandi og hníjöfn allan tímann en það voru Völsungskonur sem voru sterkari í lokinn og unnu hrinuna 15-12 og þar með leikinn 3-2

Ekki er vitað stigaskor úr leiknum.