Innlendar fréttir

Tvíhöfði í KA heimilinu

KA tók á móti HK bæði í Unbrokendeild karla og kvenna á sunnudaginn. Það voru karlarnir sem tóku af skarið fyrst. Fyrsta hrina var gríðarlega spennandi og liðin skiptust á að leiða hrinuna þar til alveg undir lokinn þegar KA gaf aðeins í og skoraði fjögur stig í röð og komst í stöðuna 21-18. Í stöðunni 24-21 fyrir KA tekur Massimo, þjálfari HK, leikhlé en það dugði ekki til og heimamenn tóku hrinuna 25-21.

Önnur hrina spilaðist mjög svipað og sú fyrsta þar sem liðin skiptust á að leiða hrinuna. Undir lok hrinunnar var allt hnífjafnt. KA gerir skiptingu í stöðunni 22-22 þar sem Birkir freyr, fyrirliði KA, kemur inn í uppgjöf en þá tekur Massimo leikhlé til að trufla Birki sem virkar hjá honum og HK fær mikilvægt stig og komast 22-23 yfir. Hrinan fer þó í upphækkun þar sem HK hafði betur og vann hana 24-26.

Í þriðju hrinu eru HK menn alltaf skrefi á undan heimamönnum en þeir voru yfirleitt ekki langt á eftir gestunum fyrr en um miðja hrinu þegar gestirnir komast í fimm stiga forystu, 10-15. Þá ákveður KA að taka leikhlé. Það dugði þó ekki mikið til að hægja á gestunum og þeir héldu áfram að breykka bilið á milli liðanna. HK vinnur svo hrinuna að lokum 18-25.

Í fjórðu hrinu voru HK menn fljótir að vinna upp forskot á KA og komast í stöðuna 5-10. En KA menn eru fljótir að svara fyrir sig og ná að jafna strax í 10-10. Eftir það eru heimamenn alltaf skrefi á undan gestunum og taka síðan alveg yfir hrinuna undir lokinn og vinna hrinuna 25-21 og knýja því fram oddahrinu.

Í oddahrinunni voru HK menn fljótir að taka yfirhöndina í hrinunni og um miðja hrinuna var aldrei spurning hver væri að fara að vinna hana. HK vinnur því hrinuna á endanum 11-15 og vinna þar með leikinn 2-3.

Stigahæstur í liði heimamanna með hvorki meira né minna en 30 stig var Miguel Mateo og þar á eftir kom Oscar með 20 stig sem ótrúlegt en satt dugði ekki KA mönnum til sigurs en ástæðan einfaldlega sú að þeir gerðu alltof mörg mistök. Stigahæstur í liði gestanna var Hermann með 18 stig og fast á eftir honum fylgdi Valens Torfi með 16 stig.

Þá var komið að konunum að taka við. HK byrjaði hrinuna vel með góðri uppgjafapressu og vel stilltu blokkar- og varnarkerfi og ákveður Mateo, þjálfari KA, að taka strax leikhlé í stöðunni 3-6 fyrir HK til að reyna að hægja á þeim strax og hleypa þeim ekki lengra fram úr. KA konur voru fljótar að svara fyrir sig og jafna í stöðunni 12-12 og komast í kjölfari yfir 14-12. En líkt og KA konur voru gestirnir ekki lengi að svara fyrir sig og liðin stál í stál þegar komið var um miðja hrinu. HK setur svo í næsta gír og komast í 15-18 þegar Mateo tekur sitt annað leikhlé. Í stöðunni 17-20 fyrir HK kemur Anika Snædís inn á í uppgjöf fyrir KA og kemur KA aftur inn í leikinn með góðri uppgjafapressu og komast þær yfir 21-20. KA gefur þá aðeins í sóknar leik sinn í kjölfarið og vinna hrinuna 25-22.

Önnur hrina byrjar nokkurn vegin alveg eins og sú fyrsta þar sem HK byrjar talsvert betur og ná upp ágætu forskoti sem KA nær hinsvegar að minnka hægt og rólega. KA konur ná að jafna leikinn svo í fyrsta skiptið í hrinunni 10-10. Svo í stöðunni 14-13 komast KA yfir í fyrsta skiptið í hrinunni. KA gefur þá heldur betur í ná upp góðri forystu og vinna siðan hrinuna á endanum 25-20.

Í þriðju hrinu byrjar Anika Snædís í uppgjöf og kemur KA í 6-0. HK nær samt að jafna leikinn í stöðunni 10-10. KA voru þau hvergi nærri hættar og settu þá bara í næsta gír og unnu nokkuð örugglega hrinuna 25-17 og vinna þar með leikinn 3-0.

Stigahæst í KA var Julia Bonet með 21 stig og fast á eftir henni fygdi þar á eftir með 17 stig. Í liði gestanna var það Líney Inga með 10 og þar á eftir var það Þórdís með 8 stig.