Erlendar fréttir

Holte með 1-3 sigur gegn Brøndby

Í gær, fimmtudaginn 29. febrúar fór Holte í heimsókn til Brøndby. Þetta var mikilvægur leikur fyrir Holte þar sem að það lýður á það að deildin klárist og var mikilvægt fyrir Holte að vinna til þess að halda fyrsta sætinu í deildinni.

Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skoruðu til skiptis. Um miðja hrinuna gáfu Brøndby þó í og komu sér í 17-12 forystu. Holte voru í vandræðum með Brøndby og héldu þær áfram að leiða hrinuna 21-16. Holte gáfu þó í, í lok hrinunnar sem ekki dugði til og sigruðu Brøndby hrinuna 25-21.

Brøndby byrjuðu aðra hrinuna vel og leiddu 5-2. Holte gáfu þá í og jöfnuðu í stöðuna 6-6. Hrinan var jöfn og skiptust liðin á því að skora. Eftir jafna og spennandi hrinu sigruðu Holte hrinuna 23-25.

Holte byrjuðu þriðju hrinuna vel og komust í 0-6 forystu. Holte var með góða stjórn á hrinunni og héldu áfram að leiða stórt, 7-16. Holte endaði síðan á því að sigra hrinuna sannfærandi 13-25.

Fjórða hrina var jöfn og skiptust liðin á því að skora. Í stöðunni 16-16 gáfu Holte konur í og sigruðu hrinuna 17-25 og þar með leikinn 0-3.

Leikmaður leiksins var Amalie Lachenmeier.

Holte konur liggja nú á toppi deildarinnar og eiga aðeins einn leik eftir í deildinni sem verður sunnudaginn 17. mars þar sem að þær taka á móti DHV Odense.