Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Sant Joan halda áfram velgengni sinni á heimavelli

Siðast liðna helgi fékk sant joan CD Guia Voleibol frá Kanaríeyjum í heimsókn. Guia voru í þriðja sæti í deildinni fyrir leikinn og þurftu þær á sigri að halda til að komast í play offs en á hinn boginn þurfti Sant Joan á sigri að halda, eða allavegna stig úr leiknum til að tryggja sér veru sína í deildinni á næsta tímabili. Leikurinn byrjaði vel þar sem leiðin skiptust á að leiða. Um miðja hrinu tóku Guia fram úr Sant Joan með góðri uppgjafapressu og tók Sant Joan leikhlé í stöðunni 16-12 fyir Guia. Uppgjafapressan hélt áfram og sóknarleikurinn góður hjá Guia. Í stöðunni 19-15 Guia í vil fer Jóna í uppgjöf og ná Sant Joan að jafna og komast yfir 21-19 með öflugum uppgjöfum þar sem þær fengu mikið af frí boltum og nýtu þá með virkilega góðum sóknum. Í lok hrinunar var virkilega mikil spenna þar sem hörku skorpur voru spilaðar og fór hrinan í upphækkun þar sem Sant Joan höfðu betur 30-28.

Önnur hrina spilaðist virkilega svipað þar sem hún var mjög spennandi í upphafi en hægt og rólega sigu guia fram úr en Sant Joan svöruðu fyrir sig og komu alltaf til baka og misstu þær ekki langt á undan sér. um miðja hrinu náðu svo Sant Joan að jafna leikinn í stöðunni 15-15 og komust yfir í fyrst skiptið í hrinunni,18-15. Gestirnir voru þó fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu leikinn á ný í stöðunni 20-20. Líkt og í fyrstu hrinu fór leikurinn í upphækkun þar sem Sant Joan hafði betur 28-26 og því komnar 2-0 yfir og búnar að tryggja sér stig á móti gríðarlega sterku liði Guia.

Strax í upphafi þriðju hrinu náðu gestirnir upp ágætis forskoti, 5-2, en Sant Joan voru fljótar að svara fyrir sig og jafna strax í stöðunni 6-6. Stuttu eftir það taka heimakonur svolitið yfir hrinuna með mikilli leikgleði og baráttuanda og slökktu þær alveg á gestunum og unnu hrinuna 25-18 og tyggðu sér þar með mikilvæg þrjú stig.

Næsti leikur er í dag, 2.mars, á útivelli gegn efsta liði deildarinnar Madrid. Leikurinn byrjar klukkan 18:30 á Íslenskum tíma og hægt er að horfa á beint streymi hér https://www.youtube.com/watch?v=gytfOvCTrtE