Erlendar fréttir

Gentofte sigraði Odense Volleyball 3-0

Í gær fimmtudaginn 29. febrúar fóru Odense Volleyball strákarnir í heimsókn til Kaupmannahafnar þar sem að þeir mættu Gentofte, en þeir Ævarr og Siguard Varming sem spila stórt hlutverk í liði Odense Volleyball voru ekki með.

Gentofte byrjuðu leikinn vel og komu sér í 7-2 forystu. Gentofte héldu áfram að pressa á Odense Volleyball og leiddu þeir hrinuna 17-10. Odense Volleyball náðu hægt og rólega að minka muninn en ekki dugði það til og sigruðu Gentofte hrinuna 25-19.

Önnur hrina byrjaði jöfn og var staðan 7-7. Odense Volleyball gáfu þá í og komust í 9-13 forystu. Gentofte voru ekki lengi að því að setja í annan gír og brúuðu bilið í 13-14. Eftir það skiptust liðin á því að skora en í stöðunni 19-19 gáfu Gentofte í og sigruðu hrinuna 25-21.

Þriðja hrina byrjaði að sama skapi og sú fyrsta þar sem að liðin voru jöfn og skiputst á því að skora. Eftir mjög jafna og spennandi hrinu enduðu Gentofte á því að taka hrinuna 25-22 og sigruðu þar með leikinn 3-0.

Næsti leikur Odense Volleyball er laugardaginn 2. mars á heimavelli þar sem að þeir fá Amager í heimsókn.