Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Odense Volleyball komnir í undanúrslit um Danska meistaratitilinn

Odense Volleyball spiluðu á móti ASV Elite í 8. liða úrslitum um danska meistaratitilinn. 8. liða úrslit eru best af þremur leikjum, þannig þurftu þeir að vinna tvo leiki á móti ASV til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Fyrsti leikur var spilaður á heimavelli ASV Elite í Aarhus þann 9. mars þar sem að Odense Volleyball sigruðu í í æsispennandi leik. En leikurinn fór 2-3 (23-25, 21-25, 25-21, 25-23 og 12-15).

Leikur tvö var spilaður á heimavelli Odense Volleyball þann 12. mars en þá höfðu Odense Volleyball möguleikann á því að tryggja sér sæti í undanúrslitum ef þeir myndu sigra leikinn. Ekki gekk jafn vel hjá Odense að spila eins og í fyrri leiknum og sigruðu ASV leikinn 0-3 (23-25, 18-25 og 22-25).

Þriðji og seinasti leikurinn fór fram í Aarhus þar sem að allt var undir og þeir sem myndu sigra leikinn myndu tryggja sér sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn. Odense Volleyball mættu, sáu og sigruðu leikinn sannfærandi 3-0 (21-25, 21-25 og 14-25).

Odense Volleyball eru þar með komnir áfram í undanúrslit um Danmarksmeistaratitilinn. Þess má geta að undanúrslit karla er best af 5 leikjum, þannig vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslit. Þeir munu mæta liði Gentofte og lítur leikja planið svona út:

21.mars á útivelli

23.mars á heimavelli

26.mars á útivelli

28.mars á heimavelli (ef þess þarf)

30.mars á útivelli (ef þess þarf)

Hægt er að fylgjast með öllum leikjum sem fara fram í Dönsku deildinni hér: https://www.danskvolley.tv/da/home