Hristiyan Dimitrov flutti til Íslands þegar hann var 13 ára. Hann spilaði með yngri flokkum Aftureldingar í Mosfellsbæ og með Vestri á Ísafirði. Árið 2014 flutti fjölskylda hans til Akureyrar og þar spilaði hann með yngri flokkum og meistaraflokk KA. Árið 2017 lét hann reyna á atvinnumennskuna og hefur hann spilað í Þýskalandi, Belgíu, Ungverjalandi, Ítalíu og Búlgaríu. Á covid tímum kom hann heim til Íslands tímabilið 2021/22 og spilaði þar með HK. Hann hefur verið stór partur af íslensku blaki síðustu ár og hefur hann unnið til nokkura verðlauna til dæmis stigahæsti leikmaður, besti díó og besti leikmaður. Síðasta tímabil spilaði hann fyrir Wimore Parma á Ítalíu og skaut það tímabil honum ansi langt með góðri frammistöðu hans. Núna er hann með samning við Hebar sem er lið í efstu deildinni í Búlgaríu. Þjálfari Hebar er Ítalinn Alberto Giuliani sem á árangursríkan feril á bakvið sig. Hér er hægt að sjá samsetningu leikmanna, Þjálfara og umgjörð liðsins fyrir tímabilið 2023/24: https://volleybox.net/hebar-pazardzhik-t52655
Hristiyan og liðsfélagar hans í Hebar eru nú í Burgas þar sem meistarar meistaranna eða Super Cup fer fram yfir helgina. Í gær átti Hebar fyrri undanúrslita leikinn á móti Deya.
Búist var við hörkuleik. Hebar kom með fulla orku inní leikinn og tilbúnir í að berjast fyrir úrslitunum og fá að reyna við að verja titilinn sem Hebar hefur sigrað síðustu þrjú tímabil. Hebar var með forystu allan leikinn og höfðu betur í flestum þáttum leiksins. Í byrjun fyrstu hrinu skiptust liðin á stigum þangað til staðan var 6:6, þá tók Hebar við sér og náði góðri forystu og staðan var þá orðin 11:6. Hebar var með yfirhöndina allan tímann en Deya náði aðeins að saxa á forskot Hebar þegar þeir komu stöðunni í 18:14. Deya skoraði aðeins 4 stig eftir það, því Hebar náði að vinna hrinuna örugglega 25:18.
Önnur og þriðja hrina þróuðust á svipaðan hátt og sú fyrsta og unnu Hebar örugglega aðra hrinu 25:19 og þá þriðju 25:20, þar með sigraði Hebar leikinn 3:0 og fá að berjast um titilinn í dag. Hristiyan kom inná í framlínu í fyrstu og þriðju hrinu leiks. Stigahæstu leikmenn Hebar voru Rozalin Penchev með 15 stig og Guilio Sabi með 14 stig. Stuðningsmenn Hebar áttu stóran part í sigri gærdagsinns, þar sem hátt í hundrað manns ferðuðust til Burgas að styðja sitt lið. Úrslitin fara fram í dag klukkan. 16:30 á íslenskum tíma, þar mun Hebar mæta liðinu Levski sem einnig vann sinn undanúrslitaleik 3:0 í gær. Hægt er að fylgjast með beinu streymi af úrslitaleiknum hér á Max Sport 2: https://www.gledaitv.live