Mynd eftir Emil Gunnarsson
Innlendar fréttir

KA komnir í 4. liða úrslit í Kjörísbikar karla

Seinastiliðinn laugardag fékk HK KA í heimsókn þar sem að þeir kepptu í 8. liða úrslitu í Kjörísbikar karla og tryggðu KA menn sér sæti í höllinni eftir 1-3 sigur á HK.

Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skiptust á því að skora. Í stöðunni 9-10 fyrir KA gáfu KA menn hressilega í og komu sér í 9-15 forystu. KA menn voru í góðum gír og héldu forystunni 11-17. Undir lok hrinunnar settu HK menn í annan gír og minkuðu muninn í 20-23. Ekki dugði það til og lokuðu KA menn hrinunni 20-25.

KA komu sterkir inn í 2. hrinu og komust í 1-5 forystu. KA héldu forystunni 7-12 þegar að þjálfari HK tók leikhlé. Ekki hjálpaði það mikið og héldu KA áfram að leiða hrinuna og var staðan 16-22 fyrir KA mönnum. Eftir að KA menn höfðu verið með yfirhöndina alla hrinuna lokuðu þeir hrinunni 20-25.

3. hrina byrjaði jöfn þar sem að liðin skoruðu til skiptis. HK menn héldu þó alltaf tveggja til þriggja stiga forskoti og í stöðunni 14-10 tók þjálfari KA leikhlé. Áfram héldu liðin að skora til skiptis en hélt HK þó alltaf forystunni. HK menn enduðu á því að sigra hrinuna 25-19 og knúðu fram aðra hrinu.

Fjórða hrina byrjaði ekki ósvipað hinum hrinunum þar sem að liðin voru jöfn og skiptust á því að skora. Í stöðunnni 17-17 gáfu KA menn í og komu sér í góða stöðu þar sem að þeir leiddu hrinuna 18-24. KA menn enduðu á því að sigra hrinuna 19-25 og þar með leikinn 1-3 og tryggðu sér sæti í höllinni í Kjörísbikar karla.

Stigahæstur í liði HK var Valens Torfi með 18 stig, stigahæstur í liði KA var Oscar með 18 stig.