Grannaslagur var síðast liðinn fimmtudag á Húsavík þegar Völsungskonur fengu KA í heimsókn.
Fyrsta hrina var nokkuð spennandi og byrjuðu Völsungskonur betur en þær voru yfir alla fyrstu hrinu þangað til 19-16 fyrir Völsungi fengu KA konur 4 stig í röð og komust yfir í 19-20 fyrsta skiptið í hrinunni. KA konur unnu svo hrinuna 25-21.
KA konur voru heldur betur í stuði í 2 hrinu en staðan var 3-3 þegar KA fengu 15 stig í röð þar sem hin unga Auður Pétursdóttir fór í uppgjöfu og var með góða pressu og meðal annars 3 ása. KA vann hrinuna 25-8
Aftur byrjaði þetta brösulega hjá Völsungskonum en á sama tíma voru KA konur að gera gríðarlega vel í uppgjöfum með að pressa á Völsung og með flottar varnir. KA konur voru yfir 8-4 þegar Heiðdís Edda fór í uppgjöf og gerði mikið vandræði hja KA konum og var staðan orðin 8-8. Hrinan var svo hnífjöfn og mikið af flottum rallýium og flottu spili báðu megin við netið þangað til í stöðunni 20-17 fyrir KA þá gékk allt upp á KA og var Amelía með sterkar uppgjafir og áttu Völsungskonur í vandræðum með þær og unnu þær hrinuna 25-17.
KA vann leikinn 3-0 og þar með tryggðu sér sæti í FINAL 4 í Kjörísbikarnum.