Erlendar fréttir

Leikir í Dönsku deildinni um helgina

VK Vestsjælland – Odense Volleyball

Seinustu helgi urðu Odense Volleyball strákarnir Danskir bikarmeistarar. Föstudaginn 9. febrúar fóru Odense Volleyball strákarnir í heimsókn til VK Vestsjælland þar sem að leikurinn fór 2-3 fyrir Odense Volleyball (25-20, 20-25, 25-21, 19-25 og 13-15).

Mikill hiti var á milli leikvalla í leiknum. Odense Volleyball spiluðu alls ekki sinn besta leik en það mátti sjá að leikmenn voru þreyttir andlega og líkamlega eftir langa final-4 helgi. VK Vestsjælland gerðu þó mjög mörg mistök í seinustu tveimur hrinunum sem gerði það að verkum að Odense Volleyball náðu að sigra leikinn.

Stigahæstur í liði Odense Volleyball var Nikolaj Hjorth með 23 stig.

Næsti leikur Odense Volleyball er á heimavelli þann 17. febrúar en þá mætast liðin aftur nema þá koma VK Vestsjælland í heimsókn til Odense.

Ikast – Holte

Laugardaginn 10. febrúar lögðu Holte konur snemma af stað þar sem að þær héldu til Ikast.

Fyrstu tvær hrinunar voru nokkuð jafnar en enduðu báðar í höndum Holte. Holte konur komu sterkar inn í 3. hrinu þar sem að þær ætluðu ekki að láta það gerast aftur að fara í fimm hrinur á móti Ikast. Holte áttu ekki í vandræðum með Ikast í þriðju hrinu og sigruðu hana sannfæranndi og þar með leikinn 0-3 (23-25, 22-25, 12-25).

Leikmenn leiksins hjá Holte voru þær Nora og Isabella.

Næsti leikur Holte er laugardaginn 17. febrúar þar sem að þær fara í heimsókn til Aarhus.

Gentofte – ASV

Á laugardaginn fengu Gentofte konur ASV í heimsókn.

ASV konur voru í stuði enda tæp vika síðan að þær urðu Danskir bikarmeistarar. Gentofte áttu erfitt með að halda í við ASV þar sem að þær spiluðu vel og enduðu ASV á því að vinna leikinn 0-3 (20-25, 14-25, 23-25).

Leikmaður leiksins var Soffia Bisgaard.

Næsti leikur Gentofte er 20. febrúar en þá fá þær Brøndby í heimsókn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *