Innlendar fréttir

Tvíhöfði í Digranesi um helgina

Laugardaginn 10. febrúar tók HK á móti KA í Digranesi í bæði Unbrokendeild karla og kvenna.

HK-KA Unbrokendeild KK

HK menn byrjuðu leikinn með krafti og komu sér í 7-2 forystu. Ekki leið þó langt á hrinuna þegar að KA menn gáfu í og náðu hægt og rólega að brúa bilið og voru búnir að jafna í stöðunni 14-14. Í stöðunni 17-17 náðu heimamenn aftur forystunni og leiddu hrinuna 22-18. Í stöðunni 23-20 fyrir HK settu gestirnir í lás og jöfnuðu HK í 23-23. HK menn áttu í vandræðum með gestina og lokuðu KA menn hrinunni 23-25.

KA menn voru í stuði og byrjuðu aðra hrinu sterkt þar sem að þeir leiddu 4-9. Í stöðunni 6-11 fyrir KA tók þjálfari HK leikhlé. Það gerði þó ekki mikið fyrir HK menn þar sem að KA menn voru í stuði og héldu áfram að pressa á heimamenn og leiddu hrinuna 10-17. Í stöðunni 15-20 gáfu HK menn í og náðu hægt og rólega að minka muninn í 20-22. Það dugði þó ekki til og sigruðu KA hrinuna 21-25.

Þriðja hrina var hnífjöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora og var aldrei meira en tveggja stiga munur sem skildi liðin að. Eftir æsispennandi hrinu sigraði HK hrinuna 29-27.

KA menn komu sterkir inn í fjórðu hrinu og leiddu 3-6. HK menn áttu erfitt með að halda í við KA og leiddu gestirnir hrinuna 10-15. KA menn enduðu á því að sigra hrinuna sannfærandi 16-25 og þar með leikinn 1-3.

Stigahæstur í liði HK var Hermann með 20 stig en fyrir KA var Pedro með 18 stig.

HK-KA Unbrokendeild KVK

Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skoruðu til skiptist og var staðan 8-8. Þá gáfu KA konur í og náðu 9-13 forskoti. HK konur náðu að minka munin í 2 stig í stöðunni 13-15 en þá settu gestirnir í fimmta gír og komu sér í 13-18 forystu. HK konur héldu í við KA en ekki dugði það til og lokuðu KA konur hrinunni 20-25.

Önnur hrina byrjaði jöfn og var staðan 5-5. KA konur voru ekki lengi að því að gefa í og komu sér í 6-13 forystu. KA konur héldu áfram að pressa á heimakonur og áttu HK erfitt með að halda í við KA. KA konur enduðu með því að sigra hrinuna mjög sannfærandi 12-25.

KA voru í stuði og komu að krafti inn í þriðju hrinu þar sem að þær leiddu 4-10. Aftur áttu HK konur erfitt með að halda í við KA og voru KA konur með forsytuna 8-18. Aftur sigruðu KA konur hrinuna afar sannfæranndi 14-25 og þar með leikinn 3-0.

Stigahæst í liði HK var Heba Sól með 9 stig og fyrir lið KA var Paula Del Olmo stigahæst með 13 stig.