Levski frá Sofia höfuðborginni er sigurvegari Super Cup í Búlgaríu eftir 3:2 sigur á Hebar í mögnuðum leik í gærkvöldi. Hrinurnar fóru (30:28, 25:22, 17:25, 23:25, 15:13).
Þetta er fyrsta skipti í sögu Levski sem liðið hampar Super Cup titlinum eða meistarar meistaranna. Síðustu ár hafa það verið Hebar og Neftohimik sem hafa unnið þennan titil. Svo sigurinn fyrir Levski var mjög óvæntur og sætur.
Þrátt fyrir að bæði lið úrslitana hafa ekki verið heimalið, þá var andrúmsloftið í höllinni svo sannarlega eins og úrslit eiga að vera. Stuðningsmenn liðana hættu ekki að hvetja sitt lið til sigurs. Bæði lið börðust og lögðu sig alla fram, sem breyttist í tveggja klukkutíma bardaga.
Hebar kom inn í þennan leik sem „Favorites“, liðið sem flestir bjuggust við að myndu vinna miðað við samsetningu liðs. Fyrstu tvær hrinur sýndu það að pressan að vinna náði til lið Hebar og kom það niður á niðurstöðum í fyrstu tveimur hrinunum, en Levski vann fyrstu tvær hrinurnar 30:28 og 25:22. Hebar var þá komin með bakið upp við vegg og ljóst að þeir myndu þurfa að skipta um gír til þess að eiga möguleika á sigrinum, sem þeir gerðu í þriðju hrinu.
Tilraun þjálfara Hebar, Alberto Giuliani til að snúa leiknum við, gerði hann tvær breytingar með því að setja Krasimir Georgiev á miðjuna og Todor Valchev á kantinn. Þriðja hrina byrjaði með krafti Hebar megin og virðist skiptingin hafa skilað sér. Þeir náðu fljótt forskoti og staðan var orðin 16:8 fyrir Hebar, eftir langa uppgjafar skorpu hjá Rozalin Penchev. Þá var pressan komin yfir á lið Levski og fleiri mistök voru gerð þeim megin, þjálfari Levski tók þá flesta úr byrjunarliðinu til þess að leyfa þeim að pústa og hreinsa hugann fyrir næstu hrinu. Hebar vann þriðju hrinu örugglega 25:17 og staðan þá orðin 2:1 í hrinum fyrir Levski.
Fjórða hrina byrjaði með krafti Levski meginn og leit allt út fyrir að þeir ætluðu að taka leikinn 3:1. Eftir frábæra uppgjafa seríu hjá Venislav Antov Levski meginn, var Levski kominn með 6:2 forskot. Levski hélt áfram að spila með öryggi og staðan var orðin 12:7 fyrir Levski og þá var lið Hebar komið í óþægilega stöðu. Í stöðunni 17:12 fyrir Levski, virðist eins og lið Hebar hafi vaknað til lífsins. Þetta var sannarlega viðsnúningur leiksins. Með reynslu og vilja þeirra kom Hebar sér í 18:17 forystu. Einvígið hélt áfram, en Hebar sýndi fullan baráttuvilja og sigraði fjórðu hrinu 25:23. Hristiyan Dimitrov kom inn á í stöðunni 24:23, og skoraði síðasta stigið fyrir sitt lið með frábærri hávörn.
Í oddahrinununni gaf lið Levski í botn og gerðu Hebar mjög erfitt fyrir með uppgjöfum sínum og komu stöðunni í 7:4. Hebar svaraði þá fyrir sig og fundu taktinn á ný og jöfnuðu leikinn í 13:13. Levski lagði allt út í lokinn og barðist fyrir öllu sem skilaði þeim 15:13 sigri í hrinunni og þar með unnu þeir leikinn 3:2 og eru nýjir Super Cup meistarar Búlgaríu. Stigahæstur í liði Levski var Venislav Antov með 32 stig og í liði Hebar var Guilio Sabbi stigahæstur með 28 stig.
Hristiyan og liðsfélar í Hebar eiga fyrsta deildarleikinn sinn á föstudaginn 20.október á móti Beroe á heimavelli mótherja í Stara Zagora. Leikurinn er klukkan. 19:30 og hægt er að fylgjast með beinu streymi á Max Sport 2.