Síðustu daga hefur U17 landsliðið okkar verið að etja kappi á Norður-Evrópumótinu, NEVZA, í Danmörku og luku þau keppni fyrir rúmri viku síðan þar sem bæði lið náðu 5.sæti með sigri á Færeyjum.
Næst á dagskrá er Keppnisferð u19 landsliðana en nú á dögunum var valið í lokahóp u19 landsliðana sem heldur til Finnlands á Norður- Evrópumótið NEVZA. Ferðalagið hefst í nótt og er ferðalagið frekar langt, en þau lenda í Finnlandi um klukkan 20:00 og eiga síðan eftir að koma sér upp á hótel. Stelpurnar eiga síðan strax leik klukkan 8:00 (05:00 á íslenskum tíma) daginn eftir á móti Finnlandi og eiga þær síðan annan leik þann sama dag klukkan 20:00 (17:00 á íslenskum tíma) á móti Noregi. Strákarnir eiga hins vegar ekki leik fyrr en kl: 12:00 (09:00 á íslenskum tíma) á móti Danmörku.
Við óskum liðinum góðs gengis á komandi dögum.
Áfram Ísland!
Þær sem valdar voru í U19 kvk eru eftirfarandi:
Auður Pétursdóttir | 2008 | KA |
Dóróthea Huld Aðils Sigurðardóttir | 2006 | Afturelding |
Elín Eyþóra Sverrisdóttir | 2006 | HK |
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir | 2005 | Völsungur |
Helena Einarsdóttir | 2006 | HK |
Hrefna Ágústa Marinósdóttir | 2008 | Þróttur Nes |
Isabella Ósk Stefánsdóttir | 2006 | HK |
Isabella Rink | 2006 | Afturelding |
Kristey Marín Hallsdóttir | 2005 | Völsungur |
Lilja Kristín Ágústsdóttir | 2006 | KA |
Lilja Rut Kristjánsdóttir | 2006 | KA |
Sigrún Marta Jónsdóttir | 2005 | Völsungur |
Miguel Mateo er aðalþjálfari liðsins og honum til aðstoðar er Atli Fannar Pétursson.
Þeir sem valdnir voru í U19 KK eru eftirfarandi:
Arnar Jacobsen | 2006 | Þróttur Nes |
Aron Bjarki Kristjánsson | 2007 | Völsungur |
Hákon Ari Heimisson | 2006 | Vestri |
Hreinn Kári Ólafsson | 2005 | Völsungur |
Benedikt Stefánsson | 2006 | Vestri |
Jökull Jóhannsson | 2006 | HK |
Pétur Örn Sigurðsson | 2006 | Vestri |
Sigurður Helgi Brynjúlfsson | 2006 | Völsungur |
Sigurður Kári Harðarson | 2006 | Hamar |
Stanislaw Anikej | 2006 | Vestri |
Sverrir Bjarki Svavarsson | 2006 | Vestri |
Tómas Davidsson | 2006 | HK |
Borja Gonzalez er aðalþjálfari liðsins og honum til aðstoðar er Máni Matthíasson.