DVTK sótti Vasas SC heim í Búdapest í 16. liða úrslitum Ungversku bikarkeppninnar.
DVTK byrjuðu fyrstu hrinu vel og náðu strax nokkurra stiga forskoti sem þær héldu út alla hrinuna og unnu hana 25-19.
Vasas komu gríðarlega sterkar inn í aðra hrinu og jafnframt gekk ekkert upp hjá DVTK. Heimakonur komust í 13-3 og 16-6 áður en DVTK komust í gang. Með mikilli baráttu náðu DVTK að koma sér inn í leikinn og minnkuðu muninn í eitt stig eða 21-20 en það dugði ekki til og Vasas unnu hrinuna 25-22.
DVTK komu sterkar inn í þriðju hrinu og komust í þægilega stöðu 19-13 með góðu spili og þungri uppgjafapressu. Vasas gerði hvað þær gátu til að koma sér inn í hrinuna en gestirnir héldu sterkt út alla hrinuna sem endað 25-17.
Vasas voru hvergi hættar og byrjuðu fjórðu hrinu afar einbeittar og leiddu í stöðuni 15-10. Sá munur reyndist vera of mikill fyrir DVTK sem áttu þó góða spretti inn á milli en Vasas kreisti fram oddahrinu með sigri í fjórðu hrinu 25-21
Allt virtist ganga upp hjá Vasas í byrjun oddahrinunnar og komust þær í 5-1 en gestirnir létu það ekki á sig fá og héldu ótrauðar áfram þrátt fyrir mikinn mótbyr. Heimakonur leiddu með einu stigi þegar skipt var um vallarhelming í stöðuni 8-7. DVTK jafnaði þá leikinn í 9-9 með glæsilegu smassi frá Matthildi. Gestirnir skelltu þá gjörsamlega í lás í hávörn og með góðum sóknum komust þær í 13-11 þegar Matthildur kórónar sigurinn með síðustu tvemur stigunum, lauma beint í gólf og svo sótti hún loka stigið með ás. Sigraði því DVTK leikinn 3-2 og þar með komnar áfram í 8.liða úrslit í Ungversku bikarkeppninni.
Matthildur átti hreinan stórleik og endaði með 11 stig. Næsti leikur hjá DVTK er útileikur í deildinni þann 4. nóvember gegn Ujpest.