Erlendar fréttir

Odense Volleyball með tvo sigra í vikunni

Odense Volleyball – Ikast

Síðastliðinn fimmtudag fékk Odense Volleyball Ikast í heimsókn þar sem að Odense volleyball sigraði leikinn sannfærandi 3-0 (25-22, 25-18, 25-18).

Leikurinn byrjaði spennandi þar sem að liðin voru jöfn fram að stöðunni 16-16. Eftir það gáfu heimamenn í og voru með yfirhöndina restina af leiknum. Ikast átti erfitt með að halda í við Odense Volleyball og það sem skildi liðin að var há uppgjafar og sóknar pressa heimamanna. Bæði lið spiluðu þó gott blak og voru ekki mikið af mistökum gerð hjá hvorugu liðinu.

Nikolaj Hjorth var stigahæstur hjá Odense Volleyball með 14 stig en á eftir honum kom Sigurd Varming með 10 stig.

Aalborg Volleyball – Odense Volleyball

Í gær hélt Odense Volleyball til Álaborgar þar sem þeir mættu Aalborg Volleyball og fóru sáttir heim með 0-3 sigur (19-25, 21-25, 20-25).

Odense Volleyball byrjuðu leikinn vel og komu sér í 1-5 forystu. Eftir það spiluðu bæði lið flott blak en Odense Volleyball hafði betur og sigruðu hrinuna sannfærandi 19-25. Önnur hrina var að sama skapi og sú fyrsta, Odense Volleyball gerðu þó mun fleiri mistök sem gerðu hrinuna aðeins jafnari en með reynslumiklum leikmönnum drógu þeir sigur í höfn. Í þriðju hrinu fékk stór hluti leikmanna sem vanarlega fá ekki mikinn spilatíma að spreyta sig og breytti það ekki gæðum eða lokaútkomu hrinunnar.

Stigahæstur úr liði Odense Volleyball var Sigurd Varming með 17 stig.

Næsti leikur Odense Volleyball er laugardaginn 27. janúar þar sem að þeir mæta nágrönnum sínum DHV Odense.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *