Í dag hélt Gentofte til Aarhus þar sem að þær mættu ASV Elite.
Leikurinn byrjaði jafn og var staðan 5-5. Ekki leið þó langt á hrinuna þegar að ASV konur gáfu í og komu sér í 13-7 forystu. Heimakonur spiluðu vel og áttu Gentofte erfitt með að halda í við þær og var staðan orðin 17-10 þegar að þjálfari Gentofte tók leikhlé. Með góðum sóknum hjá ASV gegn of mörgum mistökum Gentofte sigruðu heimakonur hrinuna 25-17.
Heimakonur byrjuðu 2. hrinu vel og komu sér í 5-1 forystu. Seinni partur hrinunnar var af sama skapi og sú fyrsta þar sem að ASV konur voru með yfirhöndina alla hrinuna og var staðan 18-11. Gentofte áttu erfitt með að halda í við ASV og lokuðu heimakonur hrinunni sannfærandi 25-13.
Eins og fyrri tvær hrinunar byrjuðu liðin jöfn og var staðan 8-8. Gentofte náðu forystu og var staðan 9-12. Gentofte konur spiluðu vel og héldu forystunni fram að stöðunni 13-16. Þá settu ASV í annan gír og jöfnuðu gestina í 16-16. Eftir það var hrinan ansi jöfn og skiptust liðin á því að skora. ASV höfðu þó betur og sigruðu hrinunna 25-23 og þar með leikinn 3-0.
Næsti leikur Gentofte er sunnudaginn 28. janúar þar sem að þær munu mæta Holte.