Innlendar fréttir

Skildusigur í Hveragerði

Eftir góða ferð á Akureyri í síðustu viku þar sem Hamarsmenn unnu KA 3-0 í toppslag deildarinnar, fengu heimamenn Stál-úlf í heimsókn í Hveragerði í kvöld.

Stál-úlfur var heimamönnum lítil fyrirstaða og unnu Hamarsmenn fyrstu hrinuna 25-16, aðra hrinuna 25-21 og þá þriðju 25-13 og leikinn þar með örugglega 3-0. 

Stigahæstur í liði Hamars var Tomek Leik með 14 stig.

Fréttin verður uppfærð.