Erlendar fréttir

Svekkjandi 3-2 tap hjá Gentofte gegn Danmerkurmeisturunum ASV Elite

Síðastliðinn laugardag hélt Gentofte til Aarhus þar sem að þær mættu ASV Elite í hörku leik.

Gentofte konur mættu sterkar til leiks og í 3-3 tók Elísabet góða uppgjafaskorpu og gerði hún meðal annars ás. Gestirnir pressuðu á heimamenn og komu sér í 6-12 forystu. ASV tóku þá leikhlé og náðu þær eftir það að minka muninn í 10-13. Gentofte settu þó í lás og kláruðu hrinuna 12-25.

ASV komu með krafti inn í 2. hrinu og komu sér strax í 7-2 forystu. Heimakonur voru í stuði og átti Gentofte erfitt með að halda í við þær. Í stöðunni 20-10 fyrir ASV gáfu gestirnri í og tóku góða skorpu sem kom þeim í 22-18. Heimakonur ætluðu þó ekki að gefa hrinuna frá sér og lokuðu henni 25-20.

Staðan var því orðin 1-1 í hrinum og byrjaði 3. hrina jöfn, liðin skiptust á því að skora fyrri partinn af hrinunni en settu heimakonur síðan í 5. gír og komu sér í 16-9 forystu. Í stöðunni 20-12 fyrir ASV tók þjálfari Gentofte leikhlé sem dugði þó ekki til og kláruðu ASV hrinuna 25-15.

Staðan var þá orðin 2-1 í hrinum fyrir heimakonum og Gentofte komnar með bakið upp við vegg. Gestirnir ætluðu sér að knýja fram oddahrinu og komu sér í 5-10 forystu. Þjáfari ASV tók þá leikhlé og náðu heimakonur að minka muninn í 12-13. Gentofte hélt þó áfram að leiða hrinuna og eftir mikla baráttu og flott blak sigruðu Gentofte hrinuna 19-25 og knúðu þar með fram oddahrinu.

Hrinan byrjaði jöfn og skiptust liðin á að skora. Heimakonur fengu þó snúninginn í stöðunni 8-6. Hrinan hélt áfram að vera æsispennandi og komu Gentofte sér í 11-13 forystu. Heimakonur settu þá í lás og lokuðu hrinunni 15-13 eftir æsispennandi og hörku leik.

Næsti leikur Gentofte er á laugardaginn 4. Nóvember þar sem að þær munu fá Ikast í heimsókn.