Þróttur Fjarðabyggð tók á móti HK í Unbroken deildinni og var fyrsta hrina mjög jöfn en Þróttur komst þó í góða stöðu 18-15. HK vann sig aftur inn í hrinuna og jafnaði í 20-20. Tók þá spennandi lokakafli við þar sem liðinn skiptust á að skora. Loks var það HK sem tók fyrstu hrinuna í upphækkun 26-24.
Heimamenn byrjuðu aftur sterkari og komust yfir í stöðuni 16-14. HK hleypti Þrótturum samt aldrei langt frá sér sem héldu þó forustunni út alla hrinuna sem endaði 25-23.
Þriðja hrina var jöfn og skiptust liðinn á að skora stig. HK var þó með frumkvæði og komst í góða stöðu 21-15. Þá spíttu heimamenn í og komu sér inn í hrinuna aftur þegar staðan var 21-19. HK tók þá aftur við sér og sigruðu hrinuna 25-20.
Aftur var gríðalega jafnt í fjórðu hrinu þar sem bæði lið börðust fyrir hverjum bolta. Leikar stóðu jafnir alveg fram í stöðunni 19-19 þar sem spennandi loka kafli tók við. Þróttur tók leikhlé þegar HK var yfir 24-22 en dugði það ekki til og skoraði HK beint úr uppgjöf og vann þar með hrinuna 25-22 og leikinn 3-1.
Stigahæstur í liði Þróttar var Raul Garcia Asensio með 19 stig.
Stigahæstur í liði HK var Hermann Hlynsson með 20 stig.