Innlendar fréttir

KA tók á móti Hamar í KA heimilinu í kvöld

Ríkjandi Íslandsmeistarar tóku á móti ríkjandi deildar- og bikarmeisturum í KA heimilinu í kvöld og mátti því búast við hörkuspennandi leik. Fyrsta hrinan byrjaði spennandi en þegar leið á hrinuna stigu Hamarsmenn fram úr með góðu spili en var einnig töluvert af mistökum hjá heimamönnum og náðu Hamarsmenn mest 7 stiga forystu í stöðunni 11-18. Þá ákveður KA að taka leikhlé en það dugði ekki til þess að slökkva á Hamarsmönnum og héldu þeir áfram og leiddu með miklum mun og kláruðu hrinuna 18-25.

Sterkur sóknarleikur Hamarsmanna reyndist KA mönnum erfiður í byrjun annarar hrinu og komust þeir í 1-5 forystu. Gestirnir héldu pressunni áfram og komust í stöðuna 14-18 áðurn heimamenn tóku við sér og náðu að minnka munin í 17-18. Það dugði þó ekki til og unnu hamarsmenn hrinuna 22-25 með góðum sóknar- og varnarleik.

Gestirnir byrjuðu vel í þriðju hrinu og héldu sömu pressu og í fyrstu tveimur hrinunum. þeir komast strax í 2-7 forystu og héldu áfram góðu spili og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Hrinunni lauk í stöðunni 18-25 og lauk þar með leiknum 0-3 og gestirnir fara sáttir heim með öll þrjú stigin.

Stigahæstur í liði heimamanna var Miguel Mateo með 20 stig en í liði gestanna var það Tomek Leik með 19 stig.