Fréttir - Innlendar fréttir

Völsungur með 3 stig í gærkvöldi

Völsungur fékk Þrótt Reykjavík í heimsókn í gærkvöldi

Þróttur Reykjavík mættu sterkar til leiks en þær komust yfir 6-3 í fyrstu hrinu, forskotið var ekki lengi þar sem Völsungur náði að jafna í 6-6 og skiptust liðin svo á stigum. Staðan var svo 23-23 þegar þjálfari Þrótts tók leikhlé en Völsungskonur voru sterkari og unnu hrinuna 25-23.

Næstu tvær hrinur voru svo jafnar með löngum og flottum rallýum líkt og sú fyrsta og unnu Völsungskonur 25-21 og 25-22 og þar með leikinn 3-0.

Stigahæstar í liði Völsungs voru þær Kira Sutcliffe með 16 stig og Heiðdís Edda með 13 stig. Stigahæstar hjá Þrótti Reykjavík voru þær Amaia Cosín með 15 stig og Nicole Hannah með 8 stig.