Fréttir - Innlendar fréttir

Þróttur Reykjavík með sigur í ótrúlegum 3-2 leik

Breytingar hafa verið á liðinu hjá Þrótti Reykjavík en í síðustu viku misstu þær nokkra leikmenn og þjálfara sinn, en Ingólfur stökk í skarðið fyrir þennan leik og fór með þeim norður sem þjálfari

Einnig voru breytingar á liði Völsungs en byrjunarliðs leikmenn Kristey og Nikkia byrjuðu útaf og Kira sem spilar vanalega í díó stöðunni spilaði sem uppspilari

Fyrsta hrina var mjög kaflaskipt en Þróttur Reykjavík byrjaði betur og komst yfir í 7-2 þegar þjálfari Völsungs tók leikhlé og fengu þær svo 4 stig í röð og staðan 7-6, aftur komust svo Þróttarakonur yfir 14-9 með sterkum uppgjöfum. Heiðdís Edda gerði svo vel í sókn fyrir Völsung og komust þær yfir 14-16. Það var hinsvegar ekki nóg og var vörnin still vel upp hjá Þrótti og unnu þær fyrstu hrinuna 25-22

Völsungur byrjaði 2 hrinuna vel og voru yfir 18-9 þegar Þróttarakonur hrukku loksins í gang og náðu að minnka munin í 18-15 þetta dugði hins vegar ekki til og vann Völsungur 25-21

Völsungur gerði breytingar í 3 hrinu og kom Kristey inná og spilaði sem uppspilari og Kira var komin í sína díó stöðu, Þróttur Reykjavík fóru norður með fáa leikmenn þannig þær spiluðu mest allan leikinn með sömu uppstillingu. Þróttur byrjaði heldur betur af krafti og komst yfir 8-1, allt gékk upp í sókn hjá Þrótti og lítið var um að vera í vörn hjá Völsungi og unnu Þróttarakonur hrinuna 25-19.

4 hrina var æsispennandi og jafnari en hinar en mikið var um löng rallý og ætlaði boltinn ekki að enda í gólfinu, Völsungur var mest allan tímann með yfirhöndina þó það munaði ekki miklu á liðunum en um miðja hrinu endaði Völsungur á að gefa í og unnu hrinuna 25-19 og staðan því orðin 2-2 í hrinum

í byrjun oddahrinunar leit út fyrir að Þróttur Reykjavík væri með þetta en þær voru yfir 6-3 en Völsungur náði svo að stoppa þær og komust yfir 7-8 þegar skipt var um vallarhelming. Völsungskonur gátu tvisvar sinnum klárað hrinuna en Þróttarakonur voru of sterkar og unnu þær hrinuna 17-15 og þar með leikinn 3-2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *