Toppslagur var í úrvalsdeildinni í Slóvakíu í dag þegar Slavia tók á móti Nove Mesto. Fyrir leikinn var Slavia á toppnum með 27 stig á meðan Nove var í því öðru með 20 stig.
Slavia náði snemma yfirhöndinni í fyrstu hrinu og leiddi 16-12 þegar Nove tók leikhlé. Nove náði sér aldrei af stað í hrinunni og kláraði Slavia hrinuna sannfærandi 25-17.
Matthildur byrjaði aðra hrinuna með stigi beint úr uppgjöf. Hrinan var jöfn framan af þar til Slavia gaf í og leiddi 13-9 þegar Nove tók leikhlé. Slavia komu af fullum krafti aftur inn í leikinn og komust í gríðalega góða stöðu 18-10. Nove snéri þá vörn í sókn og komu sér aftur inn í leikinn. Þegar staðan var 20-19 fyrir Slavia skellti heimaliðið í lás og sótti næstu fimm stig. Þar á meðal voru tvö stig beint úr uppgjöf hjá Matthildi. Slavia tók því aðra hrinuna 25-19.
Nove byrjaði þriðju hrinuna vel og komust í 5-2 forystu þegar Slavia tók leikhlé. Slavia komu sterkar inn eftir leikhléið og jöfnuðu 6-6. Nove náði þó fljótt yfirhöndinni aftur og leiddu 15-12 þegar komið var í hálfa hrinu. Lítið virtist ganga upp hjá Slavia sem náði ekki að jafna hrinuna aftur og var það Nove sem tók þriðju hrinuna 25-19.
Fjórða hrinan var jöfn alveg fram að 10-10 þegar Nove komst á skrið og leiddi snögglega 15-13. Slavia jafnaði í 16-16 með öflugu stigi úr hávörn. Allt fór þá að ganga upp hjá heimakonum sem leiddu 22-18 þegar Nove tók leikhlé. Hávörninn hrökk svo aftur í gang í enda hrinunar hjá Slavia sem sótti næstu þrjú stig eftir leikhléið og unnu þar með hinuna 25-18. Leikurinn endaði því 3-1 fyrir Slavia og tróna þær nú á toppnum með 30 stig eða 10 stigum fyrir ofan næsta lið.
Næsti leikur hjá Matthildi er 7. Desember gegn Zilina þar sem Slavia hefur harma að hefna eftir að Zilina sló Slavia út úr bikarkeppninni. Leikurinn er kl 17:30 á Íslenskum tíma og er hægt að horfa á leikinn hér: https://svf-web.dataproject.com