Tveir leikir fóru fram í Unbrokendeild karla og kvenna í Neskaupstað og karlarnir tóku á móti Aftureldingu meðan konurnar kepptu við Þrótt Reykjavík. Karlarnir áttu fyrsta leik og byrjuðu heimamenn betur þar sem þeir náðu góðri forustu í stöðuni 15-9. Gestirnir sýndu mikla hörku og komu sér inn í hrinuna og komust yfir 19-18 en þá snéru heimamenn hrinuni sér í vil og tóku fyrstu hrinuna 25-22.
Afturelding komu sterkir inn í aðra hrinu og leiddu 15-12. Bæði lið áttu góða spretti og var hrinan gríðarlega jöfn alveg fram í síðasta stig en heimamenn náðu að skora seinasta stigið með blokk og tóku hrinuna 27-25.
Afturelding gáfust þó ekki upp þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hrinum áttu þeir mörg flottt stig og leiddu í stöðuni 22-19. Þróttur stóð vel í þeim en gestirnir kláruðu hrinuna 25-22.
Fjórða hrina var alltaf í höndum Aftureldingar sem tók hrinuna 25-19 og kreisti þar með fram oddahrinu.
Oddurinn byrjaði vel fyrir Aftureldingu sem komst fljótt yfir í stöðuni 8-2 lítuð gekk hjá þrótti eftir snúninginn og gekk Afturelding á lagið. Hrinan endaði 15-7 fyrir Aftureldingu og þar með tóku þeir leikinn 3-2.
Stigahæstur í liðu Þróttar var Raul Garcia Asencio með 23 sig.
Stigahæstur í liðu Aftureldingar var Hafsteinn Már Sigurðsson með 28 stig.
Í kvennaleiknum byrjuðu heimakonur af krafti og leiddu í stöðuni 15-8. Þróttur Reykjavík áttu mörg góð stig en var það ekki nóg þar sem fyrsta hrina endaði 25-19 fyrir Þrótti Fjarðabyggð.
Önnur hrina var mjög spennandi þar sem gestirnir byrjuðu af krafti og komust yfir 15-13. Þróttur Fjarðabyggð gaf þá í og jafnaði í 17-17. Spennandi endasprettur tók þá við sem endaði í upphækkun þar sem heimakonur kláruðu aðra hrinu 27-25.
Þróttur Fjarðabyggð leiddi alla þriðju hrinu og komust hratt framúr í stöðuni 14-8. Gestirnir reyndu hvað þær gátu til að stela hrinuni en heimakonur reyndust sterkari og tóku hrinuna 25-21 og því leikinn 3-0.
Stigahæst í liði Þróttar Fjarðabyggðar var Heiðbrá Björgvinsdóttir með 18 stig.
Stigahæst í liði Þróttar Reykjavíkar var Amalia Cosín með 12 stig.