Erlendar fréttir

Fyrsta tap Odense Volleyball á tímabilinu

Í dag tók Odense Volleyball á móti ASV Elite þar sem að gestirnir sigruðu 1-3 (25-14, 18-25, 14-25 og 22-25).

Leikurinn byrjaði vel með frábærri hrinu þar sem að heimamenn voru meðal annars með 6 blokkir beint í gólf og 3 ása. Eftir það settu ASV í lás og tóku þeir sannfærandi næstu þrjár hrinur. Það var bara í 4. hrinu þar sem að heimamenn voru nálægt gestunum en of mörg mistök í lok hrinunnar gerði það að verkum að þeir náðu ekki að stoppa ASV.

Þjálfari Odense Volleyball var ekki sáttur eftir leikinn og segir “liðið mitt spilað eins og unglingalið og gerðu þeir allt of mikið af mistökum og tóku slæmar ákvarðanir. Þeir spiluðu ekki slakir eins og þeir eru vanir að gera og náðu ekki að finna taktinn í leiknum, þeir létu pressuna hafa áhrif á sig og spiluðu því einn versta leik sem þeir hafa spilað í langan tíma.”

Eftir fyrsta tap tímabilsins liggja Odense Volleyball í öðru sæti í deildinni, Gentofte liggur á toppnum með fullt hús stiga og er ASV í þriðja sæti.

Næsti leikur Odense Volleyball verður endurfundur við Nordenskov en það er liðið sem þeir kepptu við í útslitum á seinasta ári bæði um danska meistaratitilinn og bikarinn, leikurinn verður á heimavelli Odense Volleyball þann 4. nóvember.