Fréttir - Innlendar fréttir

Gríðarlega spennandi leikur á Húsavík

Á föstudag tók Völsungur á móti sterku liði Vestra.

Leikurinn byrjaði æsispennandi með flottu blaki og löngum rallýum og var fyrsta hrina jöfn þar sem liðin skiptust á stigum fram að stöðunni 23-23 en þá skoruðu Völsungar 2 stig í röð og unnu hrinuna 25-23. Önnur hrina var líkt og fyrsta hrina jöfn allan tímann og aftur unnu Völsungar með minnsta mun, 25-23. Í þriðju hrinu þurftu Vestra menn að setja i 5 gír til að eiga möguleika á að fá stig úr leiknum sem og þeir gerðu og unnu hrinuna öruggt 15-25. Fjórða hrina var hnífjöfn likt og fyrstu tvær og voru Völsungsmenn nálægt þvi að klára leikinn en þeir voru yfir 22-20. Vestri hélt áfram að berjast og unnu hrinuna 25-23 og náðu að knýja fram oddahrinu.

Vestri byrjaði oddahrinuna sterkt og komust yfir 3-0 en Völsungur jafnaði i 3-3 og eftir það leiddu Völsungsmenn hrinuna allt til enda og unnu 15-11 og þar með leikinn 3-2. Smassbræður segja að liðið sem fær fyrr sjötta stigið í oddahrinu vinni leikinn. Þetta er skemmtileg pæling og gaman að segja frá því að Völsungur fékk sjötta stigið í stöðunni 6-5 og vann hrinuna.

Hörkuleikur og voru Völsungsmenn ánægður með sinn fyrsta sigur í vetur