Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Erfið byrjun hjá liði Matthildar í deildinni

Matthildur Einarsdóttir og liðsfélagar hennar í DVTK sóttu Nyiregyhaza heim og byrjaði leikurinn með látum. Heimakonur náðu fljótt góðu forskoti og leiddu í stöðuni 15-8. DVTK barðist hart við að koma sér inn í hrinuna en var það því miður ekki nóg og vann Nyiregyhaza fyrstu hrinuna 25-19.

Heimakonur voru yfir alla aðra hrinu og komst DVTK aldrei á gott skrið sem Nyiregyhaza nýtti sér og tók hrinuna 25-12.

Þriðjahrina byrjaði mjög svipað og átti DVTK góða spretti inn á milli en heimakonur leiddu þó 15-9. Nyiregyhaza héldu forustuni alla hrinuna og endaði hrinan 25-15 og tóku því leikinn 3-0.

Matthildur átti góðan leik og endaði með fimm stig.

Næsti leikur hjá Matthildi og liði hennar DVTK er heimaleikur gegn ríkjandi Ungverskum meisturum Vasas Laugardaginn 28. okt. kl 17 á íslenskum tíma og verður að öllu líkindum beint streymi frá þeim leik á Youtube síðu DVTK.