Erlendar fréttir - Fréttir - Okkar fólk úti

Holte-Gentofte

22. október var vinkonuslagur þar sem Holte tók á móti Gentofte. Fyrir þá sem ekki vita spilar Sara í Holte og Elísabet í Gentofte.

Fyrsta hrina fór hratt af stað og náði Holte strax góðu forskoti með sterkum uppgjöfum sem Gentofte átti mjög erfitt með. Holte hélt góðu forskot nær alla hrinuna en í lok hrinunnar komst Gentofte í tveggja stiga forskot 22-20 en þá tók þjálfari Holte leikhlé og Holte konur komu sterkar inn eftir leikhléið og kláruðu hrinuna 23-25.

Önnur og þriðja hrina voru svipaðar þeirri fyrstu þar sem Holte leiddi báðar hrinurnar og enduðu þær 21-25. Heilt yfir var þetta góður leikur með flottum skorpum hjá báðum liðum en uppjafir og sóknarleikur Holte var mun betri í gær.

Næsti leikur Gentofte er næstu helgi þar sem þær mæta Danmerkurmeisturunum, Århus, og næsti leikur Holte er 2. nóvember á móti Brøndby.