Erlendar fréttir - Okkar fólk úti

Sant Joan með sannfærandi 3-0 sigur

Jóna Margrét og liðsfélagar hennar tóku á móti háskóla liðinu frá Alicante í gær og unnu þær sannfærandi 3-0 (25-18, 25-20 og 25-14)

Leikurinn byrjaði vel og var jafnt fram að stöðunni 8-8 en þá gáfu Sant Joan í og komust í 18-10 og voru því komin í góða stöðu og unnu hrinuna 25-18

Háskólaliðið kom sterkt inn í aðra hrinuna og var yfir byrjun hrinunar þangað til liðsfélagi Jónu fór í uppgjöf í stöðunni 8-8 og var þar þangað til 21-8. Þjálfari Jónu gerði þá nokkrar breytingar til þess að leyfa öllum að spila og náði þá háksólaliðið að minnka forystuna en það dugði ekki til og vann Sant Joan 25-20.

Þriðja hrina var nokkuð svipuð og var jafnt i byrjun hrinunnar. Jóna fór svo í uppgjöf og var með sterkar uppgjafir og nokkra ása og kom liðinu úr 8-8 í 16-8, þær unnu svo hrinuna 25-14

Næsti leikur er á laugardaginn 28.október, en þá eiga þær sinn fyrsta útileik í deildinni.