Innlendar fréttir

HK sótti 3 stig í Laugardalinn síðast liðin miðvikudag

Þróttur RVK tók á móti HK í Unbrokendeild kvenna síðast liðin miðvikudag. HK liði var ekki með aðalþjálfaran sinn, Bryan Silva, þar sem hann var í Danmörku með U17 landsliðunum. Massimo, þjálfari karlaliðs HK, tók þar með við stöðu Bryans í þeim leik.

Leikurinn byrjaði frekar jafn þar til um miðja hrinu, þá tók HK forustuna og voru þær komnar í 19-13 þegar Þróttur tekur góðan sprett og nær að koma stöðunni í 21-17. Ekki dugði það til og HK tók hrinuna 25-18.

Önnur hrina byrjaði á svipaðan hátt og sú fyrri en núna náðu HK að halda aðeins meiri pressu en í þeirri fyrri. HK tók hrinuna 25-13.

Þriðja hrina var sú jafnasta hingað til og var Þróttur með yfirhöndina í byrjun hrinunar og staðan komin í 6-3 fyrir þrótti en HK voru fljótar að finna sig og jafna stöðuna í 6-6. HK áttu svo góðan sprett og komu stöðunni í 15-11 en Þróttur var ekki lengi að ná sér upp úr því og hélt vel í HK. Ekki dugði það til og unnu HK hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-0.

Amaia Cosín var stigahæst heimamanna með 12 stig. Hjá gestunum var það Þórdís Guðmundsdóttir og fylgdu Arna Sólrún Heimisdóttir og Líney Inga Guðmundsdóttir henni fast á eftir með 10 stig.