Landsliðið

U19 NEVZA, dagur 3

Þá er þriðja og síðasta degi lokið í Finnlandi. Bæð liðin okkar kepptu á móti Færeyjum auk þess sem stelpurnar kepptu á móti Englandi.

Stelpurnar hófu leik snemma um morguninn á móti Færeyjum þar sem þær spiluðu prýðilega og unnu leikinn 3-1. Þau úrslit leiddu til þess að þær áttu leik um 5. sætið við Englendinga. Þær áttu flottan leik við þær og gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrstu tvær hrinurnar. Þær misstu síðan aðeins dampinn í þeirri þriðju og töpuðu henni en komu hinsvegar sterkar til baka og unnu fjórðuhrinu í upphækkun og tryggðu sér þar með 5. sætið með 3-1 sigri.

Strákarnir áttu leik við Færeyinga eins og kom fram hér að ofan. Þeir byrjuðu leikinn á því að tapa fyrstuhrinu og naumlega þeirri annari, en sú hrina fór í upphækkun þar sem Færeyingarnir höfðu betur. Strákarnir komu heldur betur til baka og unnu þriðju hrinu hvorki meira né minna en 25-13. Fjórða hrina var síðan mjög spennandi sem endaði því miður með því að Færeyjar unnu í upphækkun og lauk þar með leiknum, 1-3 fyrir Færeyjum.

Heilt yfir áttu bæði lið flott mót og spiluð gott blak og því er greinilegt að framtíðin er björt í íslensku blaki.

Í lok mótsins var síðan valinn mikilvægasti leikmaður hvers liðs og voru það HK-ingarnir Helena Einarsdóttir og Tómas Davidsson sem voru valin hjá okkar liðum. Við óskum þeim innilega til hamingju með þann titil.

Áfram Ísland