Erlendar fréttir

3-1 tap í fyrsta leik Sant Joan á árinu

Fyrsti leikur Jónu og liðsfélögum hennar í Sant Joan eftir áramót var síðastliðna helgi á móti Mareina. Eftir rúmlega 8 tíma keyrslu voru þær komnar á áfangastað og til í slaginn.

Sant Joan áttu ekki óska byrjun og lentu þær 4-0 undir og voru alltaf einu skrefi á eftir heimakonum í hrinunni. í stöðunni 15-7 fyrir Mareina tók þjálfari sant Jona leikhlé sem dugði ekki mikið til að stoppa heimakonur sem unnu hrinuna örugglega 25-15.

Önnur hrina var strax meira spennandi þar sem bæði lið voru mjög jöfn og skiptust á stigum þar til um miðja hrinu. Þá féll móttakan örlítið hjá Sant Joan og Maireina komust í fínt forskot. Maireina unnu hrinuna að lokum 25-18 og Sant Joan því komnar með bakið upp við vegg.

Sant Joan komu sterkar inn í þriðju hrinu staðráðnar í því að vinna. Hrinan var æsi spennandi þer sem bæði lið sýndu frábæra takta og góðan sóknar- og varnarleik. Strax í upphafi hrinunnar náðu Sant Joan upp ágætu forskoti sem þær náðu ekki að halda alveg út og náðu Maireina að jafna um miðja hrinu. Eftir það var aldrei meira en eitt stig sem skildi að liðin þar til Sant Joan tók hrinuna að lokum 25-23.

Eftir Þriðju hrinu hefði maður haldið að það hefði kviknað einhver eldur í gestunum en svo var því miður ekki raunin. En móttakan klikkaði strax frá upphafi hrinunnar og náðu þar af leiðandi heimakonur upp góðu forskoti með virkilega góðri uppgjafapressu. Eftir það komst Sant Joan aldrei nógu mikið inn í leikinn aftur og töpuðu þær hrinunni sannfærandi 25-12 og þar með leiknum 3-1.

Næsti leikur hjá þeim er næstkomandi sunnudag, 28. janúar, klukkan 11 á Íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með beinu streymi frá leiknum hér: https://www.youtube.com/watch?v=hK0h0GfKQxk