Vasas endaði á toppnum í Ungversku úrvalsdeildinni og vann sér þannig inn rétt á að velja hvaða lið það myndi keppa á móti í fyrstu umferð úrslitakeppninar. Vasas valdi DVTK sem sótti þær heim í Budapest í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklari ákeft og komust fljótt í góða 7-1 forustu þegar Matthildur Einarsdóttir fór i uppgjöf og var með góða uppgjafapressu sem kveikti vel í liði DVTK. Vasas héldu þó sterkar áfram og leiddu í stöðuni 15-11 þegar DVTK tóku leikhlé. Í seinnihluta hrinunar gáfu Vasas verulega í og kláruðu fyrstu hrinuna sanfærandi 25-15.
Heimakonur héldu áfram með sterkar uppgjafir og þungar sóknir sem skilaði þeim góðri forustu snemma leiks í annari hrinu 11-5. DVTK unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn þar til þjálfari Vasas leist ekki lengur á blikuna og tók leikhlé í stöðunni 19-14. Þrátt fyrir mikla baráttu gestana gekk Vasas á lagið og tóku aðra hrinu 25-19.
Líkt og í fyrri tvemur hrinunum byrjaði Vasas af krafti í þeirri þriðju og leiddu þær í stöðunni 15-7. DVTK reyndu hvað þær gátu en allt virtist ganga upp hjá heimakonum sem kláruðu þriðju hrinuna 25-12 og þar með leiða þær í einvíginu 1-0. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslitakeppninni.