Erlendar fréttir

Fyrsti leikur Holte í Challenge Cup

Miðvikudaginn 9. október mættu Holte liði VC Kanti Schaffhausen í Sviss.

Bæði lið mættu öflug inn í leikinn og var leikurinn bæði langur og æsispennandi. Holte konur komu sterkar inn í leikinn og byrjuðu á því að sigra fyrstu hrinu 15-25. VC Kanti Schaffhausen voru ekki sáttar með það og snéru leiknum við í annari hrinu þar sem að þær tóku hana 25-16. Þriðja hrina var mun jafnari en þær fyrstu tvær og sigruðu Holte þriðju hrinu 23-25. VC Kanti Schaffhausen tóku fjórðu hrinu 16-25 og knúðu þar með fram oddahrinu. Heimakonur sigruðu síðan oddahrinuna 15-7 og þar með leikinn 3-2.

Leikmenn leiksins voru þær Sille Hansen og Helena Elbæk. Sara Ósk var síðan valin leikmaður leiksins af stjórn VC Kanti Schaffhausen.

Næsti leikur Holte í Challenge Cup er þriðjudaginn 15. október þar sem að VC Kanti Schaffhausen koma þá á heimavöll Holte. Leikurinn er kl 17:00 á íslenskum tíma en ekki verður streymt frá leiknum, en hægt verður að fylgjast með stöðu leiksins inn á CEV.EU. Til þess að Holte komist áfram í Challenge Cup þurfa þær á sigri að halda. Ef að Holte sigrar leikinn 3-2 veðrur svo kölluð gull hrina upp á það hvort liðið fer áfram.

Við óskum Holte góðs gengis á þriðjudaginn!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *