Fréttir - Innlendar fréttir

Hamar tryggir sér oddaleik með sannfærandi sigri

Það var mikið undir þegar Hamar og Þróttur Reykjavík mættust í dag í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. Hamar þurfit sigur til að halda lífi í einvíginu.

Tomek hjá Hamri byrjaði leikinn af miklum krafti og átti frábæra uppgjafaseríu sem setti strax pressu á gestina. Hamar komst í 9-4 og tók Þróttur Reykjavík þá sitt fyrsta leikhlé. Þegar staðan var orðin 17-12 tóku Hamarsmenn sitt eigið leikhlé þar sem Þróttur virtist vera að ná sér á strik. Tomek fór þá aftur í uppgjöf við stöðuna 18-13 og skoraði ás – hans þriðji ás í hrinunni. Þróttarar brugðust við með tvöfaldri skiptingu og settu þrjá smassara í framlínu. En Tomek lét það ekki stoppa sig og bætti við fjórða ásnum, sem varð til þess að Þróttur tók sitt annað leikhlé. Eftir það hélt Tomek áfram að ógna í uppgjöfunum. Hamar kláraði hrinuna svo hrinuna með uppspilaralaumu og vann örugglega 25-16.

Þróttari Mateusz Rucinski byrjaði aðra hrinuna af krafti og átti tvo ása. Þrátt fyrir það var leikur Þróttar með alltof mörg mistök, á meðan Hamar spilaði mjög vel og sóknarleikurinn gekk vel. Uppspilari Hamars setti upp góð spil sem sköpuðu tækifæri fyrir smassarana sem oft fengu einn í blokk á móti sér eða jafnvel engann. Hamar kláraði hrinun örugglega 25-15 eftir að hafa endað 1-5 undir.

Aftur voru það Þróttarar sem byrjuðu betur og komust þeir í 2-6, en Hamarsmenn jöfnuðu fljótt í 7-7. Varnarleikur Hamars var sterkur, sérstaklega í blokk og nýttu þeir sér það vel þegar Þróttarar settu of oft létta bolta yfir. Sóknarleikur Þróttar gékk illa og tóku þeir leikhlé í stöðunni 14-11. Rucinski fór í uppgjöf fyrir Þrótt í stöðunni 16-22 og setti pressu með góðum uppgjöfum. Hamar tók þá sitt fyrsta leikhlé í 18-22 og strax aftur í 19-22. Rucinski klúðraði þá uppgjöfinni og Hamarsmenn kláruðu hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-0.

Með þessum sigri tryggði Hamar sér oddaleik í einvíginu. Næsti og oddaleikur fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardalshöll næstkomandi miðvikudag, 9. april.