Leikurinn byrjaði vel og var jafn fram að 14-13 fyrir Völsung þegar Raul Garcia hjá Þrótti fór í uppgjöf og var með sterkar uppgjafir og nokkra ása og kom Þrótti í 20-14. Völsungur náði að gefa aðeins í en munurinn var of mikill og Þróttur vann fyrstu hrinuna 25-21.
Völsungur byrjaði aðra hrinu sterkt og komst yfir 5-1, Þróttur jafnaði i 7-7 og skiptust svo liðin á stigum. Í 15-14 komst Þróttur í fyrsta skiptið yfir í hrinunni og héldu þeir forskotinu út hrinuna og unnu hrinuna 25-22 þar sem flottar hávarnir spiluðu stóran þátt í sigrinum.
Völsungur átti ekki mikinn sjéns i þriðju hrinu en heimamenn voru i miklu stuði og voru með yfirhöndina alla hrinuna og unnu 25-15 og þar með leikinn 3-0.
Stigahæstur í liði Þróttar var Raul Garcia Asensio með 16 stig og hjá Völsungi var Trey Weinheimer með 13 stig.