Degi tvö er nú lokið í Finnlandi og spiluðu stelpurnar aðeins einn leik í dag. Þær áttu flottan leik við Danmörku þar sem bæði lið sýndu flotta takta en höfðu þó Danir betur og unnu leikinn 3-1. Stelpurnar eiga því næst leik klukkan 08:00 (06:00 á Íslenskum tíma þar sem klukkan breytist í nótt) á móti Færeyjum og eiga þær síðan strax annan leik klukkan 13:00 (11:00 á Íslenskum tíma) á móti Englandi.
Strákarnir aftur á móti kepptu tvo leiki í dag. Fyrsti leikurinn þeirra var á móti Svíþjóð en þeir voru heldur sterkir keppinautar fyrir strákana okkar og þurftu þeir að lúta fyrir þeim 3-0.
Næsti leikur var því aftur á móti Englandi. Strákarnir byrjuðu leikinn mjög vel og gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrstu hrinuna. En eftir þá hrinu náðu þeir sér ekki almennilega á strik aftur og töpuðu næstu þrem hrinum. leikurinn endaði því 1-3 fyrir Englendingum og eiga strákarnir næst leik á morgun á móti Færeyjum klukkan 15:00 (13:00 á Íslenskum tíma).
Áfram Ísland!