Þróttur Fjarðabyggð tók á móti Aftureldingu í átta liða úrslitum kvenna í Kjörísbikarnum. Heimakonur komu einbeittar inn í fyrstu hrinuna og leiddu með þremur stigum í stöðunni 13-10. Afturelding snéru þá vörn í sókn og skoruðu næstu fimm stig og leiddu því 15-13. Þróttur náði ekki að vinna upp það forskot og kláraði Afturelding fyrstu hrinuna 25-20.

Afturelding byrjaði aðra hrinuna gríðarlega vel og komu sér í góða stöðu 9-2 þegar heimakonur tóku leikhlé. Afturelding héldu áfram af krafti og leiddu 18-9. Lítið gékk upp hjá heimakonum og kláraði Afturelding aðra hrinuna sannfærandi 25-10.

Aftur voru það gestirnir sem byrjuðu betur og leiddi Afturelding með átta stigum í stöðunni 13-5. Þrátt fyrir góða baráttu hjá Þrótti ógnuðu þær aldrei Aftureldingu sem kláraði þriðju hrinuna 25-14 og eru því komnar áfram í fjögra liða úrslit í Kjörísbikar kvenna.

Stigahæstar í liði Þróttar fjarðabyggðar voru Ester Rún Jónsdóttir og Ana Carolina Lemos Pimenta með 8 stig hvor.
Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Michelle Tarini með 15 stig og Tinna Rut Þórarinsdóttir með 14 stig.
