Erlendar fréttir

Gentofte með 0-3 sigur gegn DHV

Í dag hélt Gentofte til Odense þar sem að þær mættu DHV.

Gentofte byrjuðu leikinn vel og komu sér í 1-4 forystu. Þær héldu forystunni og leiddu hrinuna 4-10 þegar að þjálfari DHV tók leikhlé. Gentofte konur héldu þó áfram að spila sinn leik og leiddu 7-14. DHV gáfu í um miðja hrinuna og náðu að minnka muninn í 16-20 og 22-24. Gentofte létu það þó ekki stoppa sig og lokuðu hrinunni 22-25.

Gentofte byrjuðu aðra hrinuna vel og komu sér í 1-8 forystu. DHV voru í vandræðum með gestina og var staðan 4-12. Með góðum uppgjöfum og sterkum sóknum Gentofte héldu þær yfirhöndinni alla hrinuna. Undir lok hrinunnar gáfu DHV konur í og náðu að minka muninn í 21-24. Ekki dugði það til og sigruðu Gentofte hrinuna 21-25.

Liðin voru mun jafnari í byrjun þriðju hrinu og var staðan 6-6. Gentofte voru þó ekki lengi að ná yfirhöndinni og komu sér í 6-10 forystu. Gentofte leiddu hrinuna 9-16 og áttu DHV konur erfitt með að brúa bilið. Gentofte enduðu síðan á því að sigra hrinuna sannfærandi 15-25 og þar með leikinn 0-3.

Næsti leikur Gentofte er sunnudaginn 21. janúar þar sem að þær halda til Aarhus og mæta ASV Elite. ASV eru í 2. sæti í deildinni og liggur Gentofte í 3. sæti og má því búast við æsispennandi leik.