Fréttir - Innlendar fréttir

Hamar með 3-0 sigur á heimavelli

Hamar fékk Vestra í heimsókn í dag en leikurinn átti að vera spilaður í gær (laugardaginn 16. Nóv) en vegna veðurs var honum seinkað um einn dag.

Vestra menn byrjuðu betur og voru yfir 6-10 í fyrstu hrinu en það entist hinsvegar ekki lengi og fengu Hamarsmenn 11 stig í röð og komust yfir 17-10. Vestri náðu að minnka muninn í 18-15 en það dugði ekki til og vann Hamar 25-17.

Heimamenn byrjuðu aðra hrinu virkilega sterkt og voru yfir í 15-5. Heimamenn gerðu þá nokkrar skiptingar og nýttu gestirnir sér það og náðu að minnka munin í 16-13. Settu þá heimamenn í lás og unnu hrinuna 25-18.

Þriðja hrina var jafnari en Hamar voru alltaf nokkrum stigum yfir. Hamar vann þriðju hrinun 25-20 og þar með leikinn 3-0

Hamar eru því í fyrsta sæti í deildinni, búnir að vinna alla sína leiki og situr Vestri í því fjórða

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *