Innlendar fréttir

HK – Hamar

Í gær fór fram leikur HK gegn Hamri í Digranesi.

Hamarsmenn byrjuðu leikinn sterkt og komu sér strax í góða forystu þar sem að þeir leiddu 6-0. Ungt og efnilegt lið HK barðist þó vel en Hamarsmenn tóku ekki fótinn af bensíngjöfinni og kláruðu hrinuna sannfærandi 15-25.

Önnur hrina var að sama skapi þar sem að Hamarsmenn gáfu ekkert eftir, leiddu alla hrinuna og unnu hana 12-25.

Þriðja hrina byrjaði með sama stíl og fyrri tvær en náðu þó heimamenn að standa betur í hárinu á Hamri en í fyrstu tveim hrinum leiksins. Það dugði þó ekki til og sigruðu hamarsmenn þriðju hrinuna 20-25 og þar með leikinn 3-0.

Hamarsmenn sitja því á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

HK eiga næsta leik þann 15/10 á heimavelli gegn Vestri og Hamarsmenn taka á móti Þrótti Fjarðabyggð á heimavelli þann 14/10.

Ekki er vitað hvernig stigaskorið var í leiknum en fréttin verður uppfærð.