Innlendar fréttir

Afturelding með 3-1 sigur gegn HK

Í gær þann 11.október mættust Afturelding og HK í úrvalsdeild kvenna í Varmá.

Leikurinn byrjaði jafn og skiptust liðin á að skora. Ekki leið þó langt á hrinuna þegar að Afturelding náði forskoti og voru með góða yfirhönd restina af hrinunni. HK barðist þó vel en það dugði ekki til og lokuðu Afturelding hrinunni 25-17.

HK-ingar byrjuðu aðra hrinuna vel og náðu fljótt fjögurra stiga forskoti og komust í 4-8, Afturelding tók þá leikhlé sem kom þeim í stöðuna 8-9 og skiptust liðin á að skora eftir það upp í 14-14, þá tók HK góða skorpu og komu sér í stöðuna 14-18. Heimakonur voru þó ekki tilbúnar að gefast upp og minnkuðu muninn í 20-21. Eftir að HK var með yfirhöndina alla hrinuna ætluðu þær sér að sigra hana og lokuðu hrinunni 22-25.

Í þriðju hrinu gerði Afturelding breytingu á liði sínu og byrjaði Valal Vidal inná sem uppspilari í stað Daníelu Grétarsdóttur. HK konur byrjuðu þó með krafti og voru með yfirhöndina upp í 8-12, þá gaf Afturelding í og náði að jafna í 12-12. Þjálfari HK tók þá leikhlé en það dugði ekki til og náðu heimakonur yfirhöndinni og héldu því út hrinuna þar sem að þær lokuðu henni 25-19.

Aftureldingar konur voru þá komnar í góða stöðu og byrjuðu fjórðu hrinuna með krafti og komu sér strax í góða stöðu, 8-3. Mikill hiti var í leikmönnum þar sem að hvorugt liðið ætlaði sér að tapa og fékk Heba Sól Stefánsdóttir gult spjald fyrir æsing. HK hélt þó áfram að berjast en Aftuelding hélt forystunni alla hrinuna. Undir lok hrinunnar komu HK sér í stöðuna 21-20 en stigu þá Aftueldingar konur upp og kláruðu hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-0 og sitja því á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

Stigahæðst í liði Aftureldingar var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 22 stig og hjá HK var Heba Sól Stefánsdóttir stigahæðst með 12 stig.

Næsti leikur hjá Aftureldingu er þann 14. Október á heimavelli en HK á leik þann 18. Október á móti Þrótt Reykjavík á útivelli.