Erlendar fréttir

Holte knúðu fram fjórða leikinn í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Brøndby

Sunnudaginn 31. mars fengu Holte Brøndby á heimavöll sinn þar sem að þriðji leikur í undanúrslitum um Danmarksmeistaratitilinn var spilaður. Holte var 0-2 undir í leikjum og þurftu því á sigri að halda til þess að halda sér inni í undanúrslitunum.

Fyrsta hrina var jöfn en hélt þó Brøndby alltaf tveggja til þriggja stiga forskoti. Um miðja hrinuna gáfu Brøndby í og komu sér í góða 16-23 forystu. Ekki náðu Holte að koma sér almennilega í gang og sigruðu Brøndby hrinuna 19-25.

Önnur hrina byrjaði einnig jöfn en voru Holte fjótar að koma sér í 14-9 forystu. Áfram héldu Holte að leiða hrinuna og var staðan orðin 20-15. Ekki náðu Brøndby að finna taktinn og sigruðu Holte hrinuna 25-19.

Þriðja hrina var hníf jöfn og skiptust liðin á því að skora alla hrinuna. Brøndby hafði á endanum betur og sigruðu hrinuna 22-25.

Holte komu sterkar inn í fjórðu hrinu og leiddu 6-2 og 10-3. Áfram héldu Holte að leiða og var staðan orðin 15-6. Brøndby voru í vandræðum með Holte og sigruðu Holte hrinuna sannfærandi 25-15 og knúðu fram oddahrinu.

Holte var í stuði og byrjuðu hrinuna vel og leiddu 7-3. Mikil stemning var í höllinni og mikil spenna á milli liðanna. Brøndby settu í annan gír og jöfnuðu Holte í stöðunni 9-9. Holte náðu þá aftur forystunni og leiddu 12-9. Eftir spennandi leik sigraði Holte hrinuna 15-12.

Holte eru þar með búnar að tryggja sér anna leik í undanúrslitum sem fer fram fimmtudaginn 4. apríl á heimavelli Brøndby kl 18:00 á íslenskum tíma.

Leikmaður leiksins var Sille Hansen.